Nágrenni við Laugarbakka

Ævintýralegir staðir

Hvammstangi

Hvammstangi

Vatnsnes

Vatnsnes

Þingeyrar

Þingeyrar

Kolugljúfur

Gljúfur - Canyon

Hvítserkur

Hvítserkur

Áhugaverðir staðir utan alfaraleiða

Sunnan Þingeyra er Vatnsdalur um 40 km frá Laugarbakka. Áningarstaður er við vegamót 721 og þjóðveg # 1. Hinn mikli fjöldi hauga úr möl og grjóti í mynni dalsins varð til við mikið berghlaup úr Vatnsdalsfjalli handan dalsins. Berghlaup eru tíð hér og eitt þeirra lagði bæinn að Skíðastöðum í eyði árið 1545 er 14 manns fórust. Þjóðsaga með sama nafni segir frá þessu slysi. Við leið 722 til suðurs, sem er í raun framhald af veg 721, er Þórdísarlundur. Lundinn gróðursetti skógræktarfélagið í dalnum í minningu Þórdísar Ingimundardóttur sem var fyrsta stúlkan er fæddist í þessum dal samkvæmt Vatnsdælasögu. Hún var dóttir Vígdísar Þórisdóttur og Ingimundar gamla er námu hér land og settust að á Hofi í Vatnsdal. „ Ok er þeir kómu at Vatnsdalsá, þá mælti Vigdís, kona Ingimundar: „ Hér mun ég eiga dvöl nökkura, því at ek kenni mér sóttar.“ Ingimundur svarar: „ Verði það at góðu.“ Þá fæddi Vigdís meybarn.

Hon var Þórdís kölluð.“ (Vatnsdæla saga 15. Kafli – Guðni Jónsson) Í lundinum eru borð og bekkir og salernisaðstaða. Skammt fyrir sunnan er veiðihúsið við Vatnsdalsá en áin er með betri laxveiðiám landsins. Frá Þórdísarlundi er gönguleið að Þrístöpum sem eru þrír smáir hólar. Þar féllu þau Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson fyrir hendi böðulsins 12. janúar 1830. Höggstokkurinn og öxin eru varðveitt í Þjóðminjasafni. Þau voru tekin af lífi fyrir að myrða Natan Ketilsson bónda á Illugastöðum og næturgestinn Pétur Jónsson. Akið til suðurs frá Laugarbakka um 7 km að Bjargi.

Bjarg er fæðingarstaður Grettis sterka Ásmundarsonar hinnar ódælu hetju í Grettis sögu. Minnisvarði er um Ásdísi móður hans er mátti þola miklar raunir vegna sonar síns. Grettir var gerður útlægur fyrir óspektir sína og manndráp. Hann hafði verið á þvælingi innanlands í um tuttugu ár þar til hann og Illugi bróðir hans voru drepnir í Drangey.

Lítil hæð í túni (Grettisþúfa) sýnir hvar höfðuð Grettis var grafið. Þetta er verndaður staður. Keppni í aflraunum er ár hvert á Grettishátíð í Húnaþingi og m.a. keppt er um Grettisbikarinn.

Hótel Laugarbakki notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á hotellaugarbakki.is

• CookieConsent


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur