Velkomin á Hótel Laugarbakka
Hótel Laugarbakki er staðsett miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar með útsýni yfir Miðfjarðará, eina frægustu laxveiðiá landsins
Einkunn á Booking “Framúrskarandi 9,0
Einkunn á hotels.com 9.0”
Blómleg sveit með fagra náttúru.
Hótel Laugarbakki er 3 stjörnu hótel á bökkum Miðfjarðarár í V-Húnavatnssýslu.
Aðeins 3ja mínútna akstur frá þjóðvegi 1. Akið gegnum Laugarbakka þorpið og þá kemur hótelið í ljós, stór bygging á hægri hönd.
56 glæný herbergi öll með baði eru á Hótel Laugarbakka. Erum með 1×1, 1×2, 1×3, fjölskylduherbergi og junior svítur.
Öll herbergi eru útbúin með sjónvarpi, hárþurrku, baðvörum, og sloppum.
Veitingastaðurinn Bakki er á hótelinu. Veitingastaður með áherslur á mat úr héraði ásamt bar.
Frítt þráðlaust net í alrýmum hótelsins og í öllum herbergjum
Eins manns herbergi
Eru öll með sér baðherbergi. Nýjar innréttingar og ný rúm, 160×200.
Parket á gólfum.
Hraðsuðuketill, hárþurrka, hársnyrtivörur, GSM sími fylgir herbergi ef óskað er, sloppar, sjónvarp inn á öllum herbergjum.
Tveggja manna herbergi, standard
Eru öll með sér baðherbergi, nýjar innréttingar og ný rúm, 160×200.
Parket á gólfum.
Hraðsuðuketill, hárþurrka, hársnyrtivörur, GSM sími fylgir herbergi ef óskað er, sloppar, sjónvarp inn á öllum herbergjum.
Tveggja manna herbergi, superior
Eru öll með sér baðherbergi, nýjar innréttingar og ný rúm, 2x 90×200.
Setkrókur með sófa borð og stólum. Hægt að koma fyrir aukarúmi.
Parket á gólfum, hraðsuðuketill, hárþurrka, hársnyrtivörur, GSM sími fylgir herbergi ef óskað er, sloppar, sjónvarp inn á öllum herbergjum.
Þriggja manna herbergi
Eru öll með sér baðherbergi, nýjar innréttingar og ný rúm, 3x 90×200. Sum með einu 160×200.
Setkrókur með sófa borð og stólum. Hægt að koma fyrir aukarúmi.
Parket á gólfum, hraðsuðuketill, hárþurrka, hársnyrtivörur, GSM sími fylgir herbergi ef óskað er, sloppar, sjónvarp inn á öllum herbergjum.
Junior Suite
Eru öll með sér baðherbergi, nýjar innréttingar og ný rúm 2x90x200. Aðskilinn setrými með sófaborði og stólum. Hægt að koma fyrir aukarúmi.
Parket á gólfum, hárþurrka, hársnyrtivörur, teketill m.kaffi og te, GSM sími fylgir herbergi ef óskað er, sloppar, inniskór og sjónvarp inn á öllum herbergjum.
Fjölskylduherbergi
Eru öll með sér baðherbergi, nýjar innréttingar og ný rúm 4-5x 90×200. Rúm fyrir 4-5 manns.
Setkrókur með sófaborð og stólum.
Parket á gólfum, hárþurrka, hársnyrtivörur, Teketill m.kaffi og te, GSM sími fylgir herbergi ef óskað er, sloppar, sjónvarp inn á öllum herbergjum.
Afþreying á Hótel LaugarbakkaÁhugaverðir staðir
Jarðhiti
Nafnið Laugarbakki gefur til kynna að jarðhiti sé til staðar. Jarðhitinn er nýttur til húshitunar, í gróðurhúsum og til húshitunar á Hvammstanga 8 km norðar.
Stangveiði
Frá hótelinu er útsýni yfir Miðfjarðará, eina frægustu laxveiðiá landsins. Á Laugarbakka eru seld veiðileyfi í fiskivötnin á Arnarvatnsheiði. Leiðin upp á heiði er greið héðan.
Hvammstangi
Hvammstangi er þéttasti byggðakjarni í Vestur-Húnaþingi. Hér er þjónustumiðstöð fyrir bændabýlin í héraðinu. Verslun hefur verið á Hvammstanga síðan 1895.
Vatnsnes
Ferð um Vatnsnes er vel þess virði. Vegurinn er malarvegur svo aðgát skal höfð í akstri. Takið Eddu-bita með til að snæða t.d við Hvítserk að austanverðu.
Hvítserkur
Hvítserkur er 15 metra hár klettadrangi sem stendur upp úr sjónum milli eyðibæjarins Súluvalla og Ósa á austurströnd Vatnsness.
Norðurljós
Norðurljósin láta sjá sig þegar að dimma tekur. Norðurland er staðsett nálagt heimskautsbaug og eru fjöll há sem gera skyggni einstaklega gott á svæðinu.
Bjarg í Miðfirði
Bjarg í Miðfirði var aðsetur og fæðingastaður eins frægasta útlaga í íslandssögunni, Grettis Ásmundasonar.