Þingeyrar

Þingeyrar

Þingeyrar eru gamalt höfuðból með merka sögu. Enginn ætti að láta það ógert að heimsækja Þingeyrar. Kirkjustaðurinn er um 25 km frá Laugarbakka. Afleggjari # 721 frá hringveginum að Þingeyrum er um sjö kílómetrar og er sveigt inn á hann við skógarreit og áningarstað við mynni Vatnsdals þar sem nyrstu Vatnsdalshólarnir eru.

Skammt vestan við skógarreitinn og áningarstaðinn eru Þrístapar þar sem síðasta aftaka á Íslandi fór fram 1830. Þingeyrar eru ein stærsta jörð landsins. Stærst er þó Reykjahlíð við Mývatn sem er sex sinnum stærri en landið Luxemburg. Reykjahlíð á land til suðurs „uns grös hætta að gróa“ eins og þar stendur. Laxveiði og selveiðar hafa löngum verið hlunnindi á Þingeyrum. Munkaklaustur var sett á stofn að Þingeyrum árið 1134. Þetta var fyrsta munkaklaustur á landinu. Mörg fræg handrit voru skrifuð í klaustrinu og meðal þeirra eru t.d. Sverris saga sem Karl Jónsson ábóti skrifaði og sumir kaflar hennar eru beint eftir frásögn Sverris konungs sjálfs í Noregi. Munkurinn Oddur Sigurðsson skrifaði sögu Ólafs Tryggvasonar, Noregskonungs. Kirkjan sem stendur hér nú er meðal merkilegustu kirkna landsins. Hún var byggð á árunum 1864 til 1877.

Allt var gert til svo hún yrði sem glæsilegust. Steinarnir voru dregnir á sleðum á ís vestan úr Nesbjörgum yfir Hópið að vetri til. Skreytingar inni er stórfenglegar. Margir verðmætir gripir eru í kirkjunni og sumir þeirra frá 15. öld. Í kirkjunni er þúsund litlar rúður og þúsund giltar stjörnur í loftinu. Lauritz Gottorp (1649-1721) lögmaður, gaf kirkjunni prédikunarstól í barrok stíl árið 1696. Stóllinn er sennilega hollenskur. Gottorp gaf einnig hinn fagra skírnarfont og marga aðra fallega gripi. Johann Gottorp, sonur Lauritz, gaf kaleik og oblátudisk. Sumir af kirkjugripunum eru nú í Þjóðminjasafninu.

Íbúar á Steinnesi, skammt frá, hafa umsjón með kirkjunni og heimila aðgang. Gestastofan, öðru nafni Klausturstofan, er opin frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 10 til 17.

Látið þessa heimsókn ekki framhjá ykkur fara.

 

Hótel Laugarbakki notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á hotellaugarbakki.is

• CookieConsent


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur