Hvítserkur
Hvítserkur er 15 metra hár klettadrangi sem stendur upp úr sjónum milli
eyðibæjarins Súluvalla og Ósa á austurströnd Vatnsness. Hvítserkur lítur út eins
og stór óvættur sem er að fá sér að drekka. Mjög myndrænn klettur. Fuglalíf í
kringum Hvítserk er fjölbreytt og drangurinn hvítur að hluta af þeim sökum.
Selirnir á Vatnsnesi flytja sig stöðugt milli Hvítserks og Hindisvíkur.
Hér eru hvað bestar aðstæður til að skoða seli með kópa. Sérstakur útsýnis
pallur hefur verið byggður til að auðvelda leikinn.