Norðurljós
Miðfjörður er staðsettur í Húnaþingi Vestra, og mætast hér að minnsta kosti 3 veðurkerfi. Gamla veðurstöðin inn í Miðfirði, sýnir að þetta svæði er eitt það úrkomuminnsta á landinu. Það gerir Miðfjörð að einu besta svæði landsins til að horfa til norðurljósa.
Hótel Laugarbakki býður gestum upp á norðurljósapakka sem inniheldur:
- Farsími sem fylgir herbergi fyrir vakningu og samskipti
- Kósý teppi
- Kaffi, te eða heitt kakó
- Samloka og kruðerí
Gestir eru vinsamlega beðnir um að skila síma og teppi í móttöku við lok dvalar.
Verð: 25 evrur á mann


