Vatnsnes

Vatnsnes
Vatnsnes

Ferð um Vatnsnes er vel þess virði. Vegurinn er malarvegur svo aðgát skal höfð í akstri. Takið Eddu-bita með til að snæða t.d við Hvítserk að austanverðu. Hringaksturinn frá Laugarbakka er 94 km. Auðvelt er að komast í návígi við seli á Vatnsnesi t.d. við Illugastaði fyrir norðan Hvammstanga og við Ósa að austanverðu. Illugastaðir eru um 25 km fyrir norðan Hvammstanga á leið 711.

Selur Seal
Facilities for seal watching

Hér bjó Natan Ketilsson. Þar hefur verið sett upp aðstaða til selaskoðunar. Selir eru hér allan ársins hring en þó heldur færri meðan á kæpingu stendur en kópar fæðast í maí til byrjunar júní. Gönguleið er niður að litlum höfða við ströndina og selirnir liggja á skerjum úti fyrir. Selir eru ákaflega forvitin dýr og þeir munu koma syndandi til að skoða þig.  Spurningin er þá: Hver er að skoða hvern?

Árleg selatalning er í ágúst ár hvert og á síðasta ári voru 60 selir á skerjunum úti fyrir ströndinni. Athugið: Svæðið er lokað fram að 29. júní vegna varptíma æðarfuglsins. Á Illugastöðum er eitt stærsta æðarvarp á landinu Nokkrum kílómetrum norðan við Illugastaði er gamli kirkjustaðurinn Tjörn. Síðasti prestur á Tjörn var séra Robert Jack (1913-1990) sem áður hafði þjónað Grímsey og Nýja Íslandi í Kanada. Hann skrifaði bækurnar Dagar í Dumbshafi (1965) og Æviminningar (1974). Kirkja hefur staðið að Tjörn frá kaþólskum tíma. Frá Tjörn er gott útsýni yfir til Stranda.

Agnes og Friðrik eru grafin hér en þau myrtu Natan Ketilsson á Illugastöðum.

Hótel Laugarbakki notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á hotellaugarbakki.is

• CookieConsent


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur