Kola og Kolugljúfur Kolugil er í um 6 km fjarlægð frá Laugarbakka og er rétt við Víðidalsá .
Áin líður mjúklega fram um fallegt gil sem er um 25 metra djúpt og heitir Kolugljúfur.
Hér eru tveir fossar sem heita eftir tröllkonunni Kolu þ.e. Kolufossar.
Gangið að gljúfrinu og horfið á friðsæla ánna steypast niður í tveimur fallegum fossum.
Fletið hennar Kolu er í gilinu og hún þurfti aðeins að rétta út höndina til að grípa lax í morgunverð.

Varúð! Fyrir alla muni gætið ykkar á gljúfurbarminum.
Upplýsingaskilti og önnur aðstaða fyrir ferðamenn er á staðnum.

Stúlkan á Skíðastöðum og Hrafninn.
Þetta er saga um auðugan bónda á Skíðastöðum sem var hinn mesti nirfill og harðstjóri.
Vinnuharkan var slík að hann leyfði konum aðeins að elda mat á sunnudögum.
Griðkonur urðu að vinna úti alla aðra daga. Hvorki leyfði hann þeim að fara til kirkju né lesa
Biblíuna. Sunnudag nokkurn sáu fjöldi manna vestanvert í Þinginu að maður í hvítum klæðum
gekk á brún Vatnsdalsfjalls ofan Skíðastaða.
Hann sló staf sínum í bergið og mikið berghlaup fór af stað og gróf bæinn að Skíðastöðum.
Allir fórust nema ein lítil stúlka. Hún var ljúf og góð stúlka sem verið hafði iðin við störf.
Hún var góð við betlara og annað flökkufólk og reyndi að lauma til þeirra matarleyfum.
Stúlkan gaf hrafni ávallt skófir að borða á hverjum degi. Þennan morgun er hún ætlaði að gefa
hrafninum skófir úr ausunni eins og venja var en hljóp hann undan. Hún elti hrafninn niður túnið.
Þegar hún stansaði og ætlaði að gefa honum hljóp hann enn lengra. Svona gekk þetta aftur of aftur
þar til þau voru komin niður fyrir túnið. Þegar berghlaupið rann voru þau langt frá bænum.
Þannig bjargaði hrafninn lífi litlu stúlkunnar og launaði matargjöfina.
Boðskapur sögunnar er að maður á að vinna verk sín vel, hversu smá sem þau eru
og vera góður við þá sem minna mega sín.

Eyjan Drangey á Skagafirði er 180 metra hátt bjarg sem aðeins er hægt að klífa á einum stað.
Eyjan er þekkt fyrir fuglabjörgin. Stundum var hún kölluð matarbúr Skagafjarðar vegna þess að bændur
veiddu þar fugla þúsundum saman – allt að 200 þúsund á vori hverju og hirtu egg þeirra til neyslu.
Grettir sterki og Illugi bróðir hans voru drepnir í Drangey árið 1030. Margar þjóðsögur eru til um
Drangey. Eins segir t.d. frá tveimur nátttröllum sem áttu heima í Hegranesi í Skagafirði.
Þau vildu fara með kú yfir á Strandir í heimsókn til nauts er þar var.
Ferðin hófst seint hjá þeim og dagur rann. Þá urðu þau að steini. Dranginn að vestanverðu er karlinn,
eyjan er kýrin og dranginn að austan kerlingin. Margir bændur létu lífið í Drangey við bjargsig.
Það var eins og einhver skæri á reipið og þeir hröpuðu til bana. Trölli sem ekki vildi menn í bjarginu
var kennt um þetta. Guðmundur biskup góði fór út í Drangey með vígt vatn og presta.
Þegar hann hóf að blessa björgin birtist stór loppa út úr einu bjarginu með sveðju í hendi og vildi skera á reipin.
Rödd mælti: „Enga blessun hér biskup Gvendur. Einhvers staðar verða vondir að vera.“
Biskup hætti þá að blessa og lét draga sig upp. Þessi hluti bjargsins heitir Heiðnaberg og sagt er að þar
séu mun fleiri fugla en annars staðar í björgunum.

We use cookies to give you the best online experience. By agreeing you accept the use of cookies in accordance with our cookie policy.

Privacy Settings

When you visit any web site, it may store or retrieve information on your browser, mostly in the form of cookies. Control your personal Cookie Services here.

These cookies are necessary for the website to function and cannot be switched off in our systems.

In order to use this website we use the following technically required cookies:
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Stores the user's cookie consent state for the current domain.   • CookieConsent

Decline all Services
Accept all Services